Furthering Innovative Entrepreneurial Regions of Europe        it.png is.png gr.png bg.png pt.png

FIERE – Furthering Innovative Entrepreneurial Regions of Europe, Svæðisbundin þróun nýsköpunar og frumkvöðlahugsunar í Evrópu.

Posted by CESIE on March 18, 2015

FIERE verkefnið leitast við að byggja upp svæðisbundna þekkingu og færni tengda nýsköpun og frumkvöðlahugsun með það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að móta stefnu og byggja upp þjónustu sem  styður við samfélagsþróun. 

 

Verkefnið

 

FIERE er tveggja ára þróunarverkefni, fjármagnað af Grundtvig LLP áætlun Evrópusambandsins, sem snýst um að auka færni í nýsköpun og frumkvöðlahugsun hjá svæðisbundnum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum.

 

Verkefninu er ætlað vinna með

 • Þróunaráætlanir svæði sem oft eru mótaðar miðlægt í stjórnsýslunni.
 • Hættuna á því að svæði og frumkvöðlar verði of háð opinberum stuðningi.
 • Þau tækifæri til þróunar og nýsköpunar sem eru í boði.

 

Markmið FIERE?

 • efla svæðisbundin samtök og gera þeim betur kleift að takast á við verkefni tengd samfélagsþróun með því að nýta aðferðir frumkvöðla og ferli nýsköpunar.
 • styrkja færni og þekkingu á ferli nýsköpunarinnan svæðisbundinna stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka.
  • auka færni svæðisbundinna fyrirtækja/stofnanna til að byggja upp samstarf við atvinnulífið til að takast á við áskoranir tengdar atvinnuþátttöku, efnahag, loftlagsbreytingum o.s.frv. 

 

Hverjir geta notið góðs af niðurstöðum FIERE verkefnisins?

 • Stefnumótandi aðilar
 • Félagasamtök og sjálfboðaliðar
 • Samtök og klasar fyrirtækja
 • Háskólar
 • Fræðsluaðilar

 

Helstu verkþættir FIERE?

 • Þarfagreining meðal svæðisbundinna aðila þar sem greind er þekking og fræðsluþörf varðandi frumkvöðlahugsun og nýsköpun.
 • Þróun námsskrár um frumkvöðlahugsun og nýsköpun fyrir fræðsluaðila og ráðgjafa.
 • Útbúin námsgögn sem miðla góðri reynslu af nýsköpunar- og þróunarverkefnum sem framkvæmd hafa verið að hagsmunaðilum til að styðja við svæðisbundna þróun. 
 • Skiplagt verður tilraunanámskeið fyrir fræðsluaðila/ráðgjafa til að prófa námsskrá og aðlaga námsgögn.

 

Væntur árangur af FIERE verkefninu:

 • Evrópskt námskeið/þjálfun fræðsluaðila í nýsköpun og frumkvöðlahugsun.
 • Námsgögn sem miðla góðri reynslu svæða af þróun nýsköpunar og frumkvöðlahugsunar tengd stefnumótun og/eða þróunarverkefnum.
 • Samstarfsnet fræðsluaðila í þátttökulöndunum.
 • Þjálfaðir fræðsluaðilar innan svæðisbundinna stofnana/fyrirtækja sem munu nýta þekkinguna áfram í sínu starfi.  

Comments

Leave a Reply(Your email will not be publicly displayed.)


Captcha Code

Click the image to see another captcha.


Latest News & Events

Contact Us

home.png Address (Lead Partner)

Tipperary County Council,
Civic Offices,
Clonmel, Co. Tipperary,
Ireland

phone.png Telephone

+353 (0) 761 06 5000

email.png Email

info@fiereproject.com

Keep Up To Date

Sign up for our Newsletter